Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 25. apríl 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ajax styrkir sig með tveimur nýjum leikmönnum
Mynd: Getty Images
Ajax hefur verið virkt á leikmannamarkaðinum að undanförnu og keypti Razvan Marin í byrjun mánaðar. Hann á að vera arftaki Frenkie de Jong á miðjunni.

Nú hefur félagið bætt Kik Pierie og Kjell Scherpen við hópinn og munu þeir ganga í raðir félagsins í sumar.

Pierie er miðvörður sem fæddist í Bandaríkjunum árið 2000. Hann er þó uppalinn hjá SC Heerenveen og er byrjunarliðsmaður þar. Hann á 36 leiki að baki fyrir yngri landslið Hollands. Hann er hugsaður sem arftaki Matthijs de Ligt.

Þá er markvörðurinn Kjell Scherpen einnig búinn að skrifa undir. Hann er 19 ára og er byrjunarliðsmaður hjá FC Emmen í Hollandi. Hann mun berjast við Andre Onana um byrjunarliðssæti á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner