Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. apríl 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Alfreð Elías: Ætlum að gera betur en í fyrra
Alfreð Elías.
Alfreð Elías.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss er spáð 9. sæti í Pepsi Max-deild í sumar í spá Fótbolta.net í deildinni og þar með falli.

Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss segist spenntur fyrir komandi sumri og segir að spáin komi sér lítið á óvart.

„Miðað við úrslitin sem hafa verið hjá okkur í vetur þá kemur spáin mér lítið á óvart en aftur á móti eru við búin að vera spila við topp fimm liðin frá því í fyrra svo að við hlökkum til að spila við öll liðin í Pepsi Max-deildinni og sýna hvað við getum í fótbolta," sagði Alfreð Elías í samtali við Fótbolta.net.

„Við erum í betra standi en í fyrra það er klárt. Þróunin á okkar leikmönnum lítur vel út," sagði Alfreð en liðið hefur misst töluvert af mannskap en bætt við sig að sama skapi þremur erlendum leikmönnum auk þess að taka upp yngri leikmenn úr yngri flokkum félagsins.

„Það er búið að vera fínt undirbúningstímabil þótt að veðrið hefur sett pínu strik í reikninginn hjá okkur. Við erum búin að spila sirka þrjá leiki á mánuði frá því í janúar og eru búin að nýta þá vel til að þróa okkar leik."

Hann býst ekki við því að liðið bæti við sig fleiri leikmönnum fyrir mót. Honum líst mjög vel á komandi sumar. Hann segir að markmiðið sé nokkuð einfalt hjá liðinu fyrir sumarið.

„Það er klárt það við ætlum að gera betur en í fyrra," sagði Alfreð Elías að lokum.

Smelltu hér til þess að hlusta á Brynju Valgeirsdóttur og Ernu Guðjónsdóttir, leikmenn Selfoss, fara yfir komandi tímabil í Pepsi Max-deildinni í hlaðvarpsþætti SelfossTV
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner