Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. apríl 2019 23:30
Arnar Daði Arnarsson
Líkleg byrjunarlið: ÍBV - Fylkir
Laugardag klukkan 14:00
Sindri Snær er í lykilhlutverki hjá ÍBV.
Sindri Snær er í lykilhlutverki hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Glenn mætir sínum gömlu félögum.
Glenn mætir sínum gömlu félögum.
Mynd: ÍBV
Helgi Valur hefur leikið vel í vetur.
Helgi Valur hefur leikið vel í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fer Castillion beint í byrjunarliðið?
Fer Castillion beint í byrjunarliðið?
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Pepsi-deildin fer af stað í kvöld með leik Vals og Víkings R. á Origo-vellinum klukkan 20:00. 1. umferðin lýkur síðan á laugardaginn með fimm leikjum.

Einn af leikjunum á morgun er leikur ÍBV og Fylkis sem hefst klukkan 14:00 í Vestmannaeyjum.


Það ríkir mikil leynd yfir ÍBV liðinu fyrir þetta tímabil. Vegna samgönguerfiðleika milli lands og eyja hefur ÍBV spilað fáa leiki fyrir tímabilið og lék liðið til að mynda ekki alla leiki sína bæði í Fótbolta.net mótinu og Lengjubikarnum. Auk þess sem áætlaður æfingaleikur liðsins gegn FH fyrir tímabilið var hætt við.

Við erum því að renna svolítið blint í sjóinn með þetta byrjunarlið. Miklar breytingar hafa orðið á liði ÍBV frá síðasta tímabili eins og svo oft áður. Nýr þjálfari tók við liðinu fyrir tímabilið og nýjar áherslur sem fylgja því.

Það eru nokkrar stöður sem eru spurningarmerki fyrir leikinn á morgun. Þá helst hver verður í hægri bakverðinum, hver verður á miðjunni með Sindra Snæ og hvort Matt Garner verði í byrjunarliðinu í fyrsta leik.


Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis hefur úr góðum leikmannahópi að velja úr, þegar hann velur sitt byrjunarlið fyrir fyrsta leik.

Mikil breidd er í miðvarðarstöðunni og en nokkuð ljóst er að Daði Ólafsson og Andrés Már verða í bakvarðarstöðunum. Helgi Valur Daníelsson hefur átt frábært undirbúningstímabil og hann verður á miðjunni ásamt Ólafi Inga Skúlasyni. Sam Hewson er allur að koma til eftir meiðsli og hann er leikfær fyrir leikinn á morgun.

Fylkismenn fengu góðan liðsstyrk rétt fyrir mót þegar liðið fékk sóknarmanninn, Geoffrey Castilion á láni frá FH. Við trúum ekki öðru en hann hoppi beint inn í byrjunarliðið hjá Fylki fyrir fyrsta leik.


föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Valsvöllur)

laugardagur 27. apríl
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
14:00 Grindavík-Breiðablik (Kópavogsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Akranesvöllur)
20:00 Stjarnan-KR (Stjörnuvöllur)

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum í Pepsi Max-deildinni!
Athugasemdir
banner
banner