Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. apríl 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi ætlar að pressa á Zouma að vera áfram
Gylfi og Zouma.
Gylfi og Zouma.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson vonast til þess að Everton nái að halda varnarmanninum Kurt Zouma fyrir næsta tímabil.

Zouma er í láni hjá Everton frá Chelsea og hefur staðið sig vel. Hann hefur leikið í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Gylfi var í viðtali við Liverpool Echo og segir hann þar að hann vonist til þess að Frakkinn verði áfram.

„Hann hefur verið stórkostlegur frá því hann kom og vonandi verður hann áfram," sagði Gylfi.

„Ég er viss um að félagið muni setja pressu á hann að vera áfram, og við strákarnir munum örugglega líka gera það."

Hinn 24 ára gamli Zouma virðist ekki eiga mikla framtíð hjá Chelsea en þetta er í þriðja sinn sem hann er lánaður hjá félaginu. Það gæti þó verið hægara sagt en gert fyrir Everton að landa Zouma í sumar þar sem Chelsea er á leið í félagaskiptabann og vill eflaust halda flestum af sínum leikmönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner