Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. apríl 2019 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Holland: PSV heldur í við Ajax - Mikael kom inn á í tapi
Bergwijn skoraði lokamark PSV
Bergwijn skoraði lokamark PSV
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í hollensku Eredivisie í kvöld.

Í fyrri leik dagsins tók Den Haag á móti Íslendingaliðinu Excelsior. Hjá Excelsior byrjuðu þeir Elías Már Ómarsson og Mikael Neville Anderson á bekknum.

Den Haag vann leikinn 3-1 þrátt fyrir að Excelsior hafi verið meira með boltann. Mikael Anderson kom inn á í seinni hálfleik og spilaði síðustu sautján mínútur leiksins.

Í seinni leik kvöldsins vann PSV góðan 0-3 útisigur á Willem II. PSV er í harðri toppbaráttu við Ajax, sem vann á þriðjudaginn 4-2 sigur á Vitesse.

PSV leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og Steven Bergwijn skoraði þriðja mark PSV þegar tuttugu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.

Athygli vekur að markaskorar PSV voru á bilinu 19-21 árs. PSV jafnaði með sigrinum Ajax að stigum í toppbaráttunni. Tveir leikir eru eftir að deildinni og hefur Ajax betri markatölu, +81 mark á móti +71 marki hjá PSV.

Den Haag 3-1 Excelsior

Willem II 0-3 PSV
0-1 Donyell Malen ('31)
0-2 Michal Sadilek
0-3 Steven Bergwijn
Athugasemdir
banner
banner
banner