Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. apríl 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Undanúrslitaleikur í Bergamó
Mynd: Getty Images
Atalanta og Fiorentina eigast við í undanúrslitum ítalska bikarsins í kvöld eftir 3-3 jafntefli í fyrri leiknum í Flórens.

Sigurvegarinn í kvöld mætir Lazio í úrslitum eftir 0-1 sigur liðsins gegn AC Milan í gærkvöldi.

Atalanta hefur reynst spútnik lið tímabilsins í ítalska boltanum og er jafnt AC Milan á stigum í Meistaradeildarbaráttunni. Liðið er búið að skora 66 mörk í 33 deildarleikjum og sló Ítalíumeistara Juventus óvænt úr bikarnum í 8-liða úrslitum.

Atalanta skellti Juve og vann 3-0 á meðan Fiorentina rúllaði yfir Roma og vann 7-1. Þar áður hafði Fiorentina slegið út Torino og Atalanta haft betur gegn Cagliari.

16 stig skilja liðin að í deildinni en Fiorentina hefur ekki unnið leik síðan 17. febrúar.

Leikur kvöldsins:
18:45 Atalanta - Fiorentina
Athugasemdir
banner
banner
banner