banner
   fim 25. apríl 2019 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp segist vera með besta varamarkvörðinn
Simon Mignolet.
Simon Mignolet.
Mynd: Getty Images
Simon Mignolet hefur þurft að gera sér það að góðu að vera varamarkvörður Liverpool á tímabilinu.

Brasilíski markvörðurinn Alisson var keyptur frá Roma síðasta sumar og staðið sig mjög vel. Á meðan hefur Mignolet verið á bekknum.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hrósaði Mignolet á blaðamannafundi í dag.

„Við erum bara með eitt byrjunarlið. Gæðin eru ótrúleg á æfingum þegar allir strákarnir eru heilir," sagði Klopp.

„Ég er viss um að hann líti á sig sem byrjunarliðsmarkvörð en hann er besti varamarkvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni"

„Hann hefur bætt sig síðastliðið ár. Viðhorf hans er magnað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner