Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 25. apríl 2019 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn B-deild: Selfoss tók gullið
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Helgi Magnússon
Selfoss 4 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Hrvoje Tokic ('26)
2-0 Hrvoje Tokic ('33, víti)
3-0 Valdimar Jóhansson ('47)
4-0 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('90)
Rautt spjald: Kelvin W. Sarkorh, Dalvík/Reynir ('59)

Hrvoje Tokic skoraði tvennu þegar Selfoss bar sigurorðið af Dalvík/Reyni í úrslitaleik B-deildar Lengjubikars karla.

Tokic kom Selfyssingum yfir á 26. mínútu og stuttu síðar var hann búinn að skora aftur úr vítaspyrnu.

Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Valdimar Jóhannsson með þrumufleyg og kom Selfossi í 3-0. Staðan mjög vænleg fyrir Selfyssinga og ekki batnaði hún fyrir Dalvíkinga þegar Kelvin Sarkorh fékk að líta rauða spjaldið fyrir olnbogaskot á 59. mínútu.

Varamaðurinn Brynjólfur Þór Eyþórsson skoraði fjórða mark Selfoss áður en leiknum lauk.

Lokatölur 4-0 fyrir Selfoss sem er sigurvegari í B-deild Lengjubikarsins.

Bæði þessi lið eru í 2. deild karla sem hefst 4. maí næstkomandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner