Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. apríl 2019 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Málfríður Erna: Tek mér frí því gleðin hefur minnkað
Málfríður Erna í leik með Val.
Málfríður Erna í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við sögðum frá því fyrr í dag að varnarmaðurinn þaulreyndi Málfríður Erna Sigurðardóttir væri hætt í fótbolta.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, sagði í viðtali við Fótbolta.net að Málfríður væri hætt af „fjölskylduástæðum". Málfríður útskýrir þetta betur með færslu á Facebook-síðu sinni.

„Kæru vinir og fjölskylda."

„Ég set ekki oft status hér inn en ég á til með að setja einn núna."

„Það er haft eftir þjálfara Vals í fjölmiðlum í dag að ég sé hætt í fótbolta vegna fjölskylduástæðna sem er alrangt. Eftir þessi ummæli hef ég fengið mörg skilaboð um hvort eitthvað hafi komið fyrir mig eða fjölskyldu mína sem er af og frá. Allir frískir og glaðir."

„Það sem er satt og rétt er að ég tjáði honum og liðsfélögum mínum um að ég ætlaði að taka mér FRÍ frá fótbolta um óákveðinn tíma þar sem gleðin fyrir að mæta á æfingar hafði minnkað síðustu vikurnar."

„Gleðilegt sumar," skrifar Málfríður.

Málfríður er 35 ára varnarmaður sem á 35 landsleiki á bakinu auk 293 meistaraflokksleiki hér á landi.

Hún lék sinn fyrsta mótsleik með Val sumarið 2000 og lék með Val allan sinn feril að undanskyldum tveimur tímabilum með Breiðabliki sumrin 2016 og 2017. Hún lék alla 18 leiki Vals í Pepsi-deildinni í fyrra.

Varst þú með Málfríði í þínu draumaliði? Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner