fim 25. apríl 2019 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óljóst hvar hinn efnilegi Adam Örn spilar í sumar
Adam Örn með Dragan Stojanovic, þjálfara Fjarðabyggðar.
Adam Örn með Dragan Stojanovic, þjálfara Fjarðabyggðar.
Mynd: Fjarðabyggð
Hinn 18 ára gamli Adam Örn Guðmundsson mun að öllum líkindum ekki spila með Fjarðabyggð í sumar.

Adam hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í stóru hlutverki hjá Fjarðabyggð undanfarin tvö tímabil. Í fyrra spilaði hann 17 leiki í 2. deildinni. Hann var valinn leikmaður umferðarinnar eftir 1. umferðina í fyrra.

Þessi efnilegi leikmaður segir það afar ólíklegt að hann leiki með Fjarðabyggð í sumar.

„Mig langar að prófa eitthvað nýtt og takast á við nýjar áskoranir," sagði Adam við Fótbolta.net.

Adam hefur verið að æfa með Magna Grenivík en er enn samningsbundinn Fjarðabyggð og er því ekki búinn að ræða við neitt félag eins og er.

Það er stutt í mót en Adam er rólegur. „Ég er alltaf að fara spila fótbolta í sumar, það er alveg klárt, en það er óljóst hvar það verður."

Fjarðabyggð er spáð 10. sæti í 2. deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner