Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 25. apríl 2019 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pedro vonast til að gera Vestmannaeyinga stolta
Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV.
Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV byrjar Pepsi Max-deildina á heimaleik gegn Fylki.
ÍBV byrjar Pepsi Max-deildina á heimaleik gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Pedro var áður þjálfari Fram.
Pedro var áður þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég býst við því af liðinu að við berjumst til að vinna leik eftir leik, að við heiðrum fólkið í Vestmannaeyjum, að við heiðrum þetta félag og eyjuna. Ég vil að fólkið verði stolt af okkur
,,Ég býst við því af liðinu að við berjumst til að vinna leik eftir leik, að við heiðrum fólkið í Vestmannaeyjum, að við heiðrum þetta félag og eyjuna. Ég vil að fólkið verði stolt af okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvar endar ÍBV í sumar?
Hvar endar ÍBV í sumar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalinn Pedro Hipolito var ráðinn þjálfari ÍBV eftir síðustu leiktíð. Hann tók við starfinu af Kristjáni Guðmundssyni. Pedro kemur frá Portúgal en hann hafði verið að þjálfa Fram frá 2017 áður en hann var svo ráðinn til ÍBV.

Það vakti mikla athygli þegar Pedro kom hingað til lands. Hann fékk meðmæli hjá Rui Faria, sem var aðstoðarmaður Jose Mourinho hjá Manchester United.

Fram endaði í níunda sæti Inkasso-deildarinnar á hans fyrstu leiktíð og á hans fyrsta heila tímabili með félaginu endaði Fram aftur í níunda sæti. Hann var svo ráðinn til ÍBV eftir síðasta sumar.

ÍBV er svolítil ráðgáta fyrir tímabilið sem hefst af alvöru á morgun þegar Valur og Víkingur R. mætast í opnunarleiknum. ÍBV var lýst sem „leyniliði" í útvarpsþættinum Fótbolta.net um síðustu helgi.

Fótbolti.net ræddi í dag við Pedro sem er mjög spenntur fyrir tímabilinu. Hann stefnir á það að heiðra (e. honour) fólkið í Vestmannaeyjum.

„Vestmannaeyjar er einstakur staður, fólkið hérna er einstakt og félagið er einstakt," segir Pedro. „Það er mikið lagt í hlutina og þetta er einstakt félag."

„Fyrstu mánuðirnir hafa verið góðir og ég er stoltur að því vera þjálfarinn hérna."

Stíft æfingaprógram
ÍBV hefur líklega verið að æfa meira en flest önnur lið, jafnvel tvisvar á dag. Pedro segir að það sé mikilvægt að liðið æfi vel og undirbúi sig þar sem undirbúningsleikirnir eru ekki margir fyrir ÍBV.

„Við æfum mjög vel. Ég veit ekki hvort við séum að æfa meira en önnur lið, en við æfum mjög vel - stundum tvisvar á dag," segir Pedro.

„Það er erfiðara fyrir okkur að spila æfingaleiki. Við fórum til Tyrklands í síðasta mánuði og höfum aðeins spilað einn leik frá því við komum til baka. Við þurfum að æfa og undirbúa liðið. Það reynum við að gera."

Hann er ánægður með það hvernig undirbúningurinn hefur gengið fyrir sig.

„Ég er ánægður. Leikmennirnir eru alltaf tilbúnir að vinna og læra. Þeir hafa unnið sér inn virðingu mína með því hvernig þeir hafa hagað sér. Þeir kvarta aldrei og eru alltaf tilbúnir. Ég er mjög ánægður með strákana."

Það sem allir eru að bíða eftir
Pepsi Max-deildin byrjar loksins á morgun og á ÍBV heimaleik gegn Fylki á laugardaginn klukkan 14:00.

„Þetta er það sem allir eru að bíða eftir og það sem við höfum verið að vinna að. Við byrjum á heimavelli og þetta verður fyrsti heimaleikurinn hjá mörgum leikmönnum. Fyrsti leikurinn er alltaf sérstakur,"

„Ég er spenntur að byrja að spila í deildinni."

Við hverju býst Pedro við frá sínum mönnum í sumar?

„Ég býst við því af liðinu að við berjumst til að vinna leik eftir leik, að við heiðrum fólkið í Vestmannaeyjum, að við heiðrum þetta félag og eyjuna. Ég vil að fólkið verði stolt af okkur."

Kostnaðurinn lækkaður
Það hafa orðið miklar leikmannabreytingar hjá ÍBV fyrir tímabilið.

Komnir:
Evariste Ngolok frá Aris Limasosol
Felix Örn Friðriksson frá Vejle (Var á láni)
Guðmundur Magnússon frá Fram
Jonathan Glenn frá Fylki
Matt Garner frá KFS
Óskar Elías Zoega Óskarsson frá Þór
Rafael Veloso frá Valdres
Telmo Castanheira frá Frofense
Gilson Correia frá Peniche

Farnir:
Atli Arnarson í HK
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hættur
Kaj Leó í Bartalsstovu í Val
Kassa Guy Gnabouyou til Grikklands
Yvan Yann Erichot
David Atkinson
Derby Carrillo
Frans Sigurðsson í Hauka
Shahab Zahedi

„Við höfum lækkað kostnaðinn frá síðasta tímabili, félagið þarf það. Ég er ánægður með það sem við höfum gert, ég er ánægður með strákana. Við þurfum á engum klikkuðum ákvörðunum að halda," segir Pedro.

„Við erum með mjög gott lið miðað við það fjármagn sem við höfum."

Fótboltinn á Íslandi á uppleið
Pedro segist kunna vel við fótboltann hér á Íslandi. En auðvitað er það öðruvísi að vera hér en í Portúgal. Það er kannski örlítill munur þegar kemur að veðri.

„Fótboltinn kom á óvart, það eru góðir þjálfarar og góðir leikmenn. Þið eruð með mjög góða þjálfara og fótboltinn hérna er á uppleið. Það eru líka mjög góðir ungir leikmenn."

„Í Portúgal eru allir atvinnumenn og þjálfarar eru þjálfarar að atvinnu. Hér á Íslandi eru ekki allir atvinnumenn og sumir eru í vinnu eða skóla með. Það er mikill munur á Portúgal og Íslandi."

„Það er miklu kaldara á Íslandi," sagði Pedro að lokum og hló."

ÍBV er spáð 10. sæti Pepsi-deildarinnar í spá Fótbolta.net fyrir sumarið.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum í Pepsi Max-deildinni!
Athugasemdir
banner
banner