Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 25. apríl 2019 20:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pólland: Adam Örn byrjaði í góðum sigri Gornik Z.
Adam á landsliðsæfingu í janúar
Adam á landsliðsæfingu í janúar
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Slask Wroclaw 1-2 Gornik Z.
1-0 Marcin Robak ('4, víti)
1-1 Igor Angulo ('53, víti)
1-2 Igor Angulo ('79)

Gornik Z. lið Adams Arnar Arnarsonar heimsótti í kvöld lið Slask Wroclaw í fallumspilsriðli pólsku Ekstraklasa.

Adam var í byrjunarliði Gornik Z. í leiknum og spilaði fyrstu 59 mínútur leiksins. Hann fékk gult spjald á 31. mínútu.

Marcin Robak kom heimamönnum yfir á 4. mínútu úr vítaspyrnu og Ivan Angulo jafnaði úr vítaspyrnu á 53. mínútu. Á 79. mínútu var Angulo aftur á ferðinni og skoraði þá sigurmark gestanna í Gornik Z.

Adam og félagar sitja í þriðja sæti fallumspilssriðilisins, sex stigum fyrir ofan Slask sem situr í næst neðsta sæti. Neðstu tvö liðin falla niður í næst efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner