Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. apríl 2019 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rosalegur munur á De Gea á þessari leiktíð og þeirri síðustu
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: Getty Images
David de Gea, markvörður Manchester United, er ekki að eiga sitt besta tímabil.

De Gea var fyrir nokkrum mánuðum talinn af mörgum vera besti markvörður í heimi. En að undanförnu hefur hann verið heldur mistækur.

Hann gerði mistök þegar Manchester City vann 2-0 sigur á Manchester United á Old Trafford í gær. Hann átti að gera betur í seinna marki City. Mörkin má sjá á vef Vísis.

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, var sérfræðingur á Sky Sports í gær og sagði þetta um De Gea.

„Hann gerði slæm mistök í seinna markinu. Hann verður að gera betur. Hann hefur verið magnaður fyrir United í mörg ár en ekki á þessu tímabili."

De Gea gerði einnig slæm mistök gegn Barcelona í Meistaradeildinni á dögunum þegar hann missti skot Lionel Messi í markið.

„Ég var á Nývangi í síðustu viku. Það kom mér mjög á óvart að sjá De Gea gera svona mistök. Hann hefur verið eins manns veggur fyrir Manchester United í fjögur eða fimm tímabil."

Sky Sports birti í gær þessa mynd sem er hér að neðan um muninn á De Gea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og síðasta tímabili. Munurinn er mjög mikill. Hann hefur til að mynda aðeins haldið hreinu sjö sinnum miðað við 18 sinnum í fyrra og þá hefur hann fengið á sig 48 mörk miðað við 28 mörk í fyrra.

Sky Sports graph comparing De Geas stats from last season to this season. from r/reddevils


Athugasemdir
banner
banner
banner