Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. apríl 2019 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sammála um að Pogba eigi ekki heima þarna
Mynd: Getty Images
Það kom mörgum á óvart að sjá Paul Pogba, miðjumann Manchester United, í liði ársins í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er valið af leikmönnum í efstu fjórum deildum Englands.

Pogba er eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki á mála hjá Manchester City eða Liverpool.

Sérfræðingar BBC skoðuðu liðið og voru þar sammála um að Pogba ætti ekki heima þarna. Sérfræðingar BBC í þessu tilviki voru fyrrum ensku landsliðsframherjarnir Gary Lineker og Alan Shearer, Jimmy Floyd Hasselbaink, sem spilaði meðal annars lengi með Chelsea, og fótboltafréttakonan Melissa Reddy.

Lineker: „Pogba er góður í fótbolta, það er engin spurning um það. Hann hefur verið stórkostlegur í nokkrum leikjum á þessari leiktíð. En hann á ekki skilið að vera í þessu liði vegna þess að hann hefur ekki sýnt nægilegan stöðuleika, sérstaklega ekki þegar Mourinho var stjórinn."

Shearer: „Það kemur mér mjög á óvart að aðrir leikmenn telji að hann hafi sýnst það mikinn stöðuleika að þeir velji hann í þetta lið. Þú átt að virða hann fyrir það sem hann hefur gert, en hann hefur ekki sýnt eins mikinn stöðuleika og hann á að gera."

Hasselbaink: „Pogba býr yfir stórkostlegum gæðum en hann á ekki að vera nálægt þessu liði."

Reddy: „Gríðarlega hæfileikaríkur en ekki nægilega stöðugur í sínum leik. Það er ekki hægt að treysta nægilega mikið á hann. Þegar þú ert svona hæfileikaríkur, þá áttu að vera og allir ættu að líta á þig sem leiðtogann. Kannski hjálpar nafnið."

Sérfræðingarnir komu allir með sínar útgáfur af liði ársins og má sjá þær hér að neðan.
Athugasemdir
banner