Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 25. apríl 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 6. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Fram 121 stig
7. Leiknir R. 120 stig
8. Haukar 108 stig
9. Grótta 104 stig
10. Njarðvík 78 stig
11. Afturelding 65 stig
12. Magni 27 stig

6. Fram
Lokastaða í fyrra: Fram endaði í 9. sæti deildarinnar í fyrra með 24 stig. Liðið var um miðja deild lengi vel en endaði síðasta tímabil frekar illa og fékk liðið aðeins þrjú stig úr síðustu fimm leikjum tímabilsins.

Þjálfarinn: Jón Sveinsson tók við Fram liðinu í vetur en hann tekur við liðinu af Portúgalanum, Pedró Hipolitó sem er kominn til Vestmannaeyja. Jón er einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram með 312 leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með félaginu á 9. áratugnum. Hann þjálfaði 3. flokk Fram áður en hann tók við meistaraflokk liðsins.

Styrkleikar: Jón Sveinsson tók við liðinu í vetur og hann þekkir vel til í Safamýrinni. Hann virðist ætla gefa heimamönnum enn meira tækifæri og það gæti hjálpað til í sumar. Fram leikur heimaleiki sína í Safamýrinni í sumar en Laugardalsvöllurinn hefur lítið gefið þeim undanfarin ár. Fram áfram með öfluga erlenda leikmenn innan sinna raða.

Veikleikar: Sóknarleikurinn gæti orðið hausverkur fyrir Fram. Þeir eru búnir að missa 18 markamann í Guðmundi Magnússyni en næstmarkahæstu leikmenn Fram í fyrra voru með fjögur mörk. Liðinu skorti einnig stöðugleika í fyrra.

Lykilmenn: Frederico Saraiva, Orri Gunnarsson og Tiago Fernandes.

Gaman að fylgjast með: Unnar Steinn Ingvarsson. Unglingalandsliðsmaður sem fékk frábært tækifæri með Fram í Inkasso-deildinni í fyrra þegar hann lék 21 leik í deildinni.

Komnir:
Hilmar Freyr Bjartþórsson frá Leikni F.
Marteinn Örn Halldórsson úr Úlfunum
Matthías Króknes Jóhannsson frá Vestra
Ólafur Íshólm Ólafsson frá Breiðabliki (á láni)

Farnir:
Atli Gunnar Guðmundsson í Fjölni
Dino Gavric í Þór
Guðmundur Magnússon í ÍBV
Kristófer Jacobson Reyes í Ratchaburi FC (Tælandi)
Mihajlo Jakimoski til Makedóníu

Fyrstu þrír leikir Fram
5. maí Keflavík - Fram
10. maí Fram - Fjölnir
16. maí Fram - Haukar
Athugasemdir
banner
banner
banner