Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. apríl 2019 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sarri sektaður - Zola: „Þjálfarateymi Burnley ögraði Sarri"
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, var rekinn upp í stúku undir lok leiks Chelsea og Burnley á mánudag. Sarri var sektaður um 8 þúsund pund fyrir það sem er stöðluð sekt tengd brottrekstrinum. Sarri samþykkti þessa sekt í dag.

David Luiz og Ashley Barnes áttust við í aðdraganda brottreksturs Sarri og var mikill hiti í mönnum. Eftir leik hélt hitinn áfram.

Gianfranco Zola, aðstoðarþjálfari Chelsea, sagði að þjálfarateymi Burnley hafi sagt ófagra hluti í garð Sarri.

„Ég held að það muni meira gerast í kjölfarið á þessu. Maurizio var mjög ásáttur með þetta," sagði Zola eftir leik.

„Við skiljum að þetta er fótboltaleikur. Orð verða látin falla en honum fannst þeir ganga of langt."

Sarri mætti ekki á blaðamannafund eftir leik en Zola sagði að Chelsea var ekki hrifið af því hvað Burnley fékk að tefja mikið í leiknum.

Samkvæmt Daily Mail verður ekki meira gert í tengslum við kítinginn sem átti sér stað undir lok leiks og eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner