Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
#ÁframÍsland á lista sem UEFA tók saman
#ÁframÍsland.
#ÁframÍsland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á þessum fordæmalausu tímum eru mörg aðildarlönd UEFA með verkefni í gangi af ýmsum toga, til að hvetja fólk til dáða eins og KSÍ hefur gert með verkefninu #ÁframÍsland.

KSÍ vekur athygli á því á vefsíðu sinni að UEFA hafi tekið saman lista yfir þessi verkefni og er #ÁframÍsland eitt af þeim verkefnum sem minnst er á.

Smelltu hér til að sjá lista UEFA.

#ÁframÍsland hefur verið í gangi frá 20. mars síðastliðnum og fengið frábærar viðtökur á miðlum KSÍ. Verkefnið gengur út á að hvetja þjóðina og iðkendur til dáða, til að halda áfram að æfa daglega (með eða án bolta), þrátt fyrir þær takmarkanir sem eru tilkomnar vegna samkomubanns í tengslum við heimsfaraldur COVID-19.

Birt hafa verið tvenns konar myndbönd. Annars vegar myndbönd úr Tækniskóla KSÍ með einföldum æfingum sem krakkar geta gert utan skipulagðra æfinga hjá sínum félögum - ein og sér eða í litlum hópum með vinum sínum og vinkonum. Hins vegar myndbönd með hvatningu frá landsliðsfólki til iðkenda um að halda áfram að hreyfa sig og æfa með reglulegum hætti, og til að viðhalda öllu því sem til þarf og vera tilbúin í slaginn þegar æfingar og keppni hefjast að nýju.

Hægt er að sjá öll myndböndin til þessa á Youtube rás KSÍ, eða á Instagram og Facebook síðum KSÍ.


Athugasemdir
banner
banner
banner