lau 25. apríl 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Annar íslenskur hópur samdi ljóð um Tranmere Rovers
Mynd af hópnum og ljóðið með.
Mynd af hópnum og ljóðið með.
Mynd: Tranmere - Twitter
Tranmere Rovers, sem spilar í ensku C-deildinni, hefur staðið fyrir ljóðakeppni á meðal stuðningsmanna á meðan fótboltinn er í pásu.

Íslenskur stuðningsmannahópur sendi ljóð inn í keppnina á dögunum, en svo vill til að Tranmere á að minnsta kosti tvo íslenska stuðningsmannahópa.

Nú hefur nefnilega annar íslenskur stuðningsmannahópur sent inn ljóð til félagsins. Sigurður Halldórsson, sem er í stuðningsmannahópnum og stofnaði Facebook-hóp íslenskra Tranmere stuðningsmanna, segir í samtali við Fótbolta.net:

„Við erum 10-15 sem förum á leiki reglulega, en þó ekki nema kannski sjö í hvert skipti. Við gerðum þetta sirka einu sinni á vetri og höfum gert síðustu sjö árin. Einnig höfum við farið tvisvar á Wembley, í fyrra og árið þar á undan þegar við fórum úr utandeild í C-deild á tveimur árum. Við erum í góðum tengslum við félagið og reynum að hitta norsku stuðningsmennina þegar farið er á leiki."

Hér að neðan og á myndinni sem fylgir fréttinni má lesa ljóðið.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner