Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 25. apríl 2020 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aouar ekki búinn að biðja um að fá að fara
Houssem Aouar er eftirsóttur.
Houssem Aouar er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Houssem Aouar er ekki búinn að biðja um að yfirgefa Lyon. Þetta segir forseti félagsins, Jean-Michel Aulas.

Hinn 21 árs gamli Aouar er sagður mjög eftirsóttur. Hann hefur verið orðaður við félög á borð við Arsenal, Liverpool, Manchester City, Juventus og Paris Saint-Germain.

City er talið leiða kapphlaupið um Aouar sem er metinn á um 50 milljónir evra. Hann er þó samningsbundinn Lyon til 2023 og Aulas vill reyna að halda í hann.

„Ákvörðun leikmanns er alltaf það mikilvægasta. Að halda leikmanni gegn hans ósk er ekki skynsamlegt. Houssem hefur ekki tjáð okkur að hann vilji fara. Við viljum reyna að halda honum þó að áhuginn sé mikill," sagði Aulas við heimasíðu Lyon.

Aouar hefur leikið 37 leiki í öllum keppnum á tímabilinu og skorað níu mörk. Franska úrvalsdeildin er ekki í gangi núna, eins og aðrar deildir, vegna kórónuveirunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner