Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 25. apríl 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa frestar 25% launagreiðslna í fjóra mánuði
Mynd: Getty Images
Leikmenn, þjálfarar og stjórnendur Aston Villa hafa samþykkt að fresta 25% af launagreiðslum sínum næstu fjóra mánuði. Menn geta því búist við tvöfaldri launagreiðslu fyrir einn mánuð í haust.

Þetta er gert til þess að félagið geti haldið áfram að greiða laun annarra starfsmanna í kórónuveirukreppunni.

„Leikmenn og starfsfólk okkar finnur til með þeim fjölmörgu félögum sem berjast í bökkum vegna fjárhagsáhrifa kórónuveirunnar," sagði Christian Purslow, framkvæmdastjóri Aston Villa.

„Við teljum það eina rétta í stöðunni vera að enska úrvalsdeildin taki höndum saman og hjálpi til við að halda enska fótboltaheiminum gangandi."

Aston Villa mun því ekki nýta úrræði ríkisstjórnarinnar til að greiða starfsfólki laun. Newcastle United og Norwich City hafa valið að fara þá leið. Liverpool, Tottenham og Bournemouth völdu einnig þá leið en drógu þá ákvörðun til baka eftir mikla gagnrýni, aðallega frá sínum eigin stuðningsmönnum.

Leikmenn Arsenal hafa samþykkt 12,5% launalækkun í heilt ár á meðan leikmenn Chelsea halda áfram að fá greidd full laun en hafa verið hvattir til að gefa hluta þeirra í baráttuna gegn veirunni.
Athugasemdir
banner
banner