lau 25. apríl 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chiellini að framlengja við Juventus - Verður stjórnandi
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn öflugi Giorgio Chiellini verður 36 ára í ágúst en Tuttosport heldur því fram að hann muni spila fyrir Ítalíumeistara Juventus í eitt ár til viðbótar.

Chiellini hefur verið lykilmaður í liði Juve og ítalska landsliðsins undanfarinn áratug en lítið getað spilað á þessari leiktíð vegna meiðsla.

Chiellini lauk meistaragráðu í viðskiptafræði fyrir þremur árum og mun taka við stjórnunarstarfi hjá félaginu þegar samningur hans sem leikmaður rennur út.

Chiellini hefur leikið 509 leiki fyrir Juventus og unnið sautján titla með félaginu. Hann vann sig inn í byrjunarlið ítalska landsliðsins rúmu ári eftir að lærisveinar Marcello Lippi urðu heimsmeistarar í Þýskalandi 2006 og á 103 landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner