Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coutinho fór í aðgerð á ökkla
Missir Coutinho af einhverju?
Missir Coutinho af einhverju?
Mynd: Getty Images
Philippe Coutinho, leikmaður Bayern München í Þýskalandi, er búinn að gangast undir aðgerð vegna ökklameiðsla. Bayern segir aðgerðina hafa gengið vel og verður Brasilíumaðurinn frá í að minnsta kosti tvær vikur.

Coutinho, sem er 27 ára gamall, er á láni hjá Bayern frá Barcelona. Hann hefur á þessu tímabili skorað níu mörk og lagt upp átta í 32 leikjum.

Ólíklegt er að Coutinho missi af einhverjum leikjum vegna meiðslana en óvíst er hvenær keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst aftur. Þjóðverjar vilja byrja að spila fyrir luktum dyrum 9. maí og verið er að skoða allar leiðir til að það gangi upp. Jafnvel er möguleiki á að leikmenn spili með sérhannaðar grímur.

Bayern var með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar hlé var gert á deildinni vegna kórónuveirufaraldursins í síðasta mánuði. Spurning er hvort að Brassinn verði áfram í Bayern á næsta tímabili, en hann hefur verið sterklega orðaður við Chelsea á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner