Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 25. apríl 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eigandi Nottingham Forest gæti fengið lífstíðarbann
Marinakis er fyrir miðju.
Marinakis er fyrir miðju.
Mynd: Getty Images
Gríska stórveldið Olympiakos, sem sló Arsenal úr Evrópudeildinni í vetur, gæti verið dæmt niður um deild vegna mútumáls frá 2015.

Gríska knattspyrnusambandið telur sig vera með nægilega mikið af sönnunargögnum og er búið að ákæra Evangelos Marinakis, eiganda Olympiakos og Nottingham Forest sem greindist með kórónuveiruna í byrjun mars.

Marinakis á yfir höfði sér lífstíðarbann úr gríska boltanum og þá gæti Olympiakos verið dæmt niður um deild.

Fjölmiðlar í Grikklandi telja ólíklegt að Olympiakos verði dæmt niður um deild og búast frekar við því að stig verði dregin af félaginu og það sektað.

Reglugerð gríska boltans segir til um að Olympiakos eigi að vera dæmt niður, en gríska knattspyrnusambandið hefur áður breytt lögunum til að þurfa ekki að dæma stórlið niður um deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner