Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. apríl 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fullorðnir karlmenn hágrétu þegar Mourinho var rekinn"
Terry og Mourinho náðu vel saman.
Terry og Mourinho náðu vel saman.
Mynd: Getty Images
Mourinho er í dag stjóri Tottenham.
Mourinho er í dag stjóri Tottenham.
Mynd: Getty Images
John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea og núverandi aðstoðarstjóri Chelsea, segir að hann og liðsfélagar hans hafi grátið þegar þeir fréttu að Jose Mourinho hefði verið rekinn frá Chelsea árið 2007.

Mourinho hætti með Porto og tók við Chelsea árið 2004. Hann lýsti sjálfum sér sem „þeim sérstaka" og stóð hann undir því. Hann vann Englandsmeistaratitilinn á fyrstu tveimur tímabilum sínum hjá Lundúnafélaginu. Ásamt því stýrði hann liðinu til sigurs í FA-bikarnum og tvisvar í deildabikarnum.

Hann var hins vegar rekinn í byrjun tímabilsins 2007/08 eftir að honum lenti saman við eiganadann Roman Abramovich.

Það var erfitt fyrir leikmennina sem áttu í góðu sambandi við Portúgalann.

„Við grétum allir," sagði Terry við Sky Sports. „Það var mikið um sögur á þessum tíma því okkur gekk ekki eins vel. Hann kom svo inn og sagði: 'Það er búið að reka mig'. Hann fór hringinn og knúsaði alla."

„Fullorðnir karlmenn hágrétu. Hann var föðurímynd sem leiðbeindi okkur og við hugsuðum: 'Hvert förum við núna?' Við töluðum við stjórnina þar sem við vildum ekki missa hann, en ákvörðunin var tekin."

„Hann bað um svo mikið frá leikmannahópnum og hann ýtti alveg á okkur til hins ýtrasta. Það er ekki fyrr en þú hættir að spila að þú áttar þig á því á því hvers vegna hann gerði það sem hann gerði."

Terry segir að Mourinho hafi verið einstakur að því leyti að hann hugsaði svo vel um leikmennina. Hann var vanur að senda skilaboð á Terry þar sem hann spurði um fjölskyldu hans. Terry komst svo að því að Mourinho hefði verið vanur að senda skilaboð til allra leikmanna Chelsea.

Mourinho sneri aftur til Chelsea 2013 og stýrði liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni 2014 með Terry sem lykilmann. Hann var rekinn ári síðar og er í dag stjóri Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner