Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. apríl 2020 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gareth Bale til Newcastle?
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Fjárfestar frá Sádi-Arabíu eru að ganga frá kaupum á Newcastle en Krónprinsinn Mohammed Bin Salman er á bak við kaupin.

Miklir fjármunir myndu koma inn í félagið ef eigandaskiptin ganga í gegn. Sögusagnir hafa verið um að félagið muni ráða Mauricio Pochettino sem knattspyrnustjóra og telur Dimitar Berbatov að Gareth Bale geti orðið leikmaður Newcastle ef það gerist.

Berbatov, sem er fyrrum sóknarmaður Manchester United, Tottenham og fleiri félaga, segir: „Það yrði frábær ráðning fyrir Newcastle að fá Pochettino."

„Ef þú ræður Pochettino og ferð svo og talar við leikmenn, þá geturðu treyst á það að leikmennirnir veiti samræðunum meiri áhuga. Ég er að tala um stór nöfn. Ég veit að Gareth Bale er einn af leikmönnunum sem hefur verið orðaður við Newcastle."

Sjá einnig:
Bale gefur 180 milljónir króna í baráttunni gegn kórónuveirunni
Hvaða leikmenn kaupa nýju eigendurnir hjá Newcastle?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner