lau 25. apríl 2020 14:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Goðsögnin Tom Moore fékk kveðju frá Liverpool goðsögnum
Goðsögn!
Goðsögn!
Mynd: Getty Images
Hinn 99 ára gamli Thomas Moore hefur heldur betur verið að gera magnaða hluti fyrir heilbrigðiskerfið á Bretlandi í kórónuveirufaraldrinum.

Moore er ellilífeyrisþegi og fyrrverandi hermaður. Hann hefur safnað meira en 28 milljónum punda, rúma 5 milljarða íslenskra króna, fyrir NHS, Heilbrigðisstofnun Bretlands.

Moore safnaði peningnum með því að ganga 100 hringi í garðinum heima hjá sér, en hann verður brátt 100 ára gamall. Moore lét ekki staðar numið þar því hann söng einnig ábreiðu af laginu 'You'll Never Walk Alone' ásamt söngvaranum Michael Ball og heilbrigðisstarfsfólki. Ábreiðan komst á toppinn á vinsældarlistum í Bretlandi.

'You'll Never Walk Alone' er auðvitað einkennislag Liverpool, en nokkrar goðsagnir Liverpool sendu kveðju á Tom í fallegu myndbandi sem má sjá hér að neðan.

Tom Moore er alvöru goðsögn.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner