Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 25. apríl 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
ÍA hefur beðið með að endursemja við leikmenn
Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri ÍA.
Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geir Þorsteinsson, framvkæmdastjóri ÍA, segir að félagið hafi ekki ennþá endursamið við leikmenn sína um launagreiðslur. Geir er í viðtali hjá ÍA TV þar sem hann fer meðal annars yfir fjárhagsstöðuna hjá ÍA en mikið tap var á rekstri félagsins í fyrra.

„Við höfum ekki samið við neinn. Sum félög hafa gengið frá samningum en okkar staða er mjög erfið fjárhagslega í dag," sagði Geir í þættinum.

„Sýnin fram á við er erfið og við vitum ekki hvað gerist. Við vissum ekki hvort það yrði spilað Íslandsmót og það á ennþá eftir að koma í ljós hvort það verði reyndin."

„Við ákváðum taktískt að bíða og sjá hvað við getum samið um því það verður mikið fall í tekjum knattspyrnufélagsins ÍA eins og allra annara íslenskra félaga."


Horfa má á viðtalið í heild sinni hér að neðan en Geir fer í fjárhaginn eftir 18 mínútur.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner