Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 25. apríl 2020 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jota lagði Alexander-Arnold í framlengdum úrslitaleik
Diogo Jota.
Diogo Jota.
Mynd: Getty Images
Enginn fótbolti er í gangi í augnablikinu vegna kórónuveirufaraldursins og hafa margir gripið í tölvuspil sér til skemmtunar.

Diogo Jota, sóknarmaður Wolves, stóð uppi sem sigurvegari á móti ensku úrvaldsdeildarinnar í tölvuleiknum FIFA. Hann lagði Trent Alexander-Arnold, bakvörð Liverpool, í framlengdum úrslitaleik.

Jota hafði betur gegn Dwight McNeil, leikmanni Burnley, í undanúrslitunum og Alexander-Arnold kom til baka gegn Raheem Sterling, leikmanni Manchester City. Alexander-Arnold vann 3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir.

Jota og Alexander-Arnold mættust því úrslitaleiknum, en þar hafði Portúgalinn betur 2-1 eftir að staðan hafði verið 1-1 verið eftir venjulegan leiktíma.

Ágóðinn af mótinu mun renna til #PlayersTogether, góðgerðarsjóðs sem stofnaður var af leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar til að styðja við heilbrigðiskerfið í Bretlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner