Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. apríl 2020 19:35
Ívan Guðjón Baldursson
Junior Sambia vakinn úr dái - Getur andað án vélar
Mynd: Getty Images
Junior Sambia, 23 ára miðjumaður Montpellier í franska boltanum, var í lífshættu vegna kórónuveirunnar og þurftu læknar að setja leikmanninn í dá til að bjarga lífi hans á fimmtudaginn.

Sambia var vakinn úr dáinu í gær, föstudag, og hefur allt gengið að óskum hingað til. Hann þarf ekki lengur öndunarvél og mun dvelja á spítalanum næstu daga hið minnsta.

Ljóst er að kórónaveiran fer misilla í fólk og hefur mál Sambia vakið mikinn óhug í Frakklandi og víðar, enda ungur og hraustur einstaklingur.

Sambia hefur spilað 75 deildarleiki á þremur árum hjá Montpellier.

„Endurhæfingarferlið verður langt. Við erum þakklát fyrir að hann geti andað án aðstoðar," segir Frederic Guerra umboðsmaður Sambia.

Sjá einnig:
Leikmaður Montpellier á gjörgæslu útaf kórónuveirunni

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner