lau 25. apríl 2020 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Chelsea hvattir til að gefa í góðgerðarmál
Taka ekki á sig launalækkun
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea ætlar ekki að lækka laun leikmanna eða sækjast eftir ríkisaðstoð í tengslum við launagreiðslur.

Leikmenn Chelsea hafa verið í viðræðum við félagið um tíu prósent launalækkun, en það mun ekki eiga sér stað. Í staðinn hafa leikmenn verið hvattir til þess að gefa til góðgerðarmála.

Chelsea hefur verið að gera flotta hluti að undanförnu. Félagið hefur gefið máltíðir til heilbrigðisstarfsfólks og góðgerðarsamtaka, ásamt því sem Chelsea hefur boðið heilbrigisstarfsfólki gría gistingu á hóteli á Stamford Bridge.

Chelsea var í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar áður en hlé var gert á deildinni vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið átti einnig eftir að mæta Bayern München í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistardeildarinnar. Félagið ætlar að endurgreiða þeim stuðningsmönnum sem ætluðu að ferðast á leikinn og voru búnir að borga fyrir ferðina.

Sjá einnig:
Neville skilur ekki hvað er í gangi hjá Chelsea
Athugasemdir
banner
banner
banner