Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. apríl 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Norwich breytir ekki ákvörðun sinni um að nota ríkisaðstoð
Mynd: Getty Images
Norwich City ætlar ekki að breyta ákvörðun sinni um að senda starfsfólk sitt í leyfi og nota úrræði stjórnvalda í Bretlandi.

Möguleikinn sem stjórnvöld bjóða upp á er að ríkið borgi 80 prósent af launum starfsfólks upp að allt að 2500 pundum á mánuði fyrir skatt, og að félagið borgi þá hin 20 prósentin.

Norwich og Newcastle eru einu félögin í ensku úrvalsdeildinni sem nýta sér ríkisaðstoð að sögn BBC. Félögin sem mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra, Liverpool og Tottenham, ætluðu að gera það, en hættu við eftir að hafa fengið harða gagnrýni.

Norwich ætlar ekki að hætta við. Félagið býst við því að tapa allt að 35 milljónum punda vegna kórónuveirufaraldursins.

„Við teljum okkur vera að gera þetta af réttum ástæðum. Við erum með bestu eigendur í fótboltaheiminum, en ekki þá ríkustu. Við viljum hugsa um að við séum að gera hlutina á réttan hátt."

Norwich var á botni ensku úrvalsdeildarinnar þegar hlé var gert á henni í síðasta mánuði vegna kórónuveirunnar.
Athugasemdir
banner
banner