Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. apríl 2020 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
„Salman á eftir að vera dreginn til ábyrgðar fyrir morðið á unnusta mínum"
Mynd: Hatice Cengiz / Google
Mynd: Getty Images
Hatice Cengiz, fyrrum unnusta myrta fréttamannsins Jamal Khashoggi, er búin að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hún biðlar til ensku ríkisstjórnarinnar og ensku úrvalsdeildarinnar að leyfa ekki eigendaskiptunum á Newcastle United að ganga í gegn.

Sádí-arabíski krónprinsinn Mohamed Bin Salman leiðir fjárfestingarhópinn sem hefur fengið rúmlega 300 milljón punda tilboð sitt í Newcastle samþykkt.

Salman er talinn bera ábyrgð á morði Jamal Khashoggi, fréttamanni Washington Post, sem átti sér stað í sendiráði Sádí-Arabíu í Istanbúl í október 2018.

„Bresk yfirvöld og stjórn úrvalsdeildarinnar ættu ekki að leyfa manni eins og Mohamed Bin Salman, sem á enn eftir að vera dreginn til ábyrgðar fyrir morðið á látnum unnusta mínum, Jamal Khashoggi, að taka svona stóran þátt í íþróttalífi Bretlands. Ef honum verður leyft að fá sínu framgengt mun það setja svartan blett á orðspor ensku úrvalsdeildarinnar og Bretlands," segir í yfirlýsingunni.

„Mohamed Bin Salman er að nota íþróttaheiminn til að bæta orðspor sitt eftir morðið á Jamal. Allar óháðar rannsóknir, þar með taldar rannsóknir Sameinuðu Þjóðanna og CIA, komust að þeirri niðurstöðu að Bin Salman hafi gefið skipunina fyrir morðinu á Jamal.

„Ég hvet því ensku úrvalsdeildina og bresk stjórnvöld til að stöðva kaupin á Newcastle og halda MBS fjarri íþróttalífinu í Bretlandi."



Athugasemdir
banner
banner