Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. apríl 2020 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tennis og strandblak en engir kvenkyns fótboltamenn
Kvennalið Liverpool er á botni ensku úrvalsdeildarinnar
Kvennalið Liverpool er á botni ensku úrvalsdeildarinnar.
Kvennalið Liverpool er á botni ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Vicky Jepson, þjálfari Liverpool, er í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari.
Vicky Jepson, þjálfari Liverpool, er í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari.
Mynd: Getty Images
Karlalið Liverpool er Evrópumeistari og á góðri leið með að vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 30 ár.
Karlalið Liverpool er Evrópumeistari og á góðri leið með að vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 30 ár.
Mynd: Getty Images
Kvennalið Liverpool leikur heimaleiki sína, á heimavelli Tranmere Rovers.
Kvennalið Liverpool leikur heimaleiki sína, á heimavelli Tranmere Rovers.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Liverpool gefa áritanir.
Leikmenn Liverpool gefa áritanir.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Á meðan Meistaradeildarsigurvegarar Jurgen Klopp stefndu hraðbyrði í átt að sigri í ensku úrvalsdeildinni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á, þá var kvennalið Liverpool á leið í allt aðra hátt.

Kvennalið Liverpool vann ensku úrvalsdeildina 2013 og 2014, en síðan þá hefur liðið verið í stöðugri fallbaráttu. Áður en hlé var gert á þessu tímabili vegna heimsfaraldursins vermdi Liverpool botnsæti úrvalsdeildarinnar með aðeins einn sigur úr 14 leikjum.

Sarah Shephard skrifar grein fyrir The Athletic um það hvað hefur verið í gangi hjá kvennaliði Liverpool.

Einn heimildarmaður The Athletic segir: Liðið er á þessum stað vegna ákvarðana sem félagið hefur tekið." Ein slík ákvörðun var til dæmis að leyfa einni bestu fótboltakonu heims, Lucy Bronze, að fara til Manchester City árið 2014 fyrir ekki meira en 4 þúsund pund.

„Það er enginn metnaður til að styðja við liðið til þess að hægt væri að halda áfram að ná árangri. Það er bara ánægja með að vera samkeppnishæf. Þetta er ekki Vicky (Jepson, þjálfara liðsins) að kenna, þetta er félaginu að kenna."

Fyrir níu mánuðum síðan var Liverpool hrósað fyrir það að fara með bæði lið sín, karlaliðið og kvennaliðið, í sameiginlega æfingaferð til Bandaríkjana. Liverpool tönnlaðist á því að þetta væru tvö lið, en sama félagið. Shephard bendir á það í grein sinni að það hafi ekki alveg verið þannig.

Einn leikmaður kvennaliðsins þurfti að fara ein síns liðs í almenningsflugi því hún er með hnetuofnæmi. Liverpool fór með einkaflugvél og það hefði nú örugglega verið hægt að hafa engar hnetur í fluginu, eins og er í almenningsflugi þegar farþegi er með alvarlegt hnetuofnæmi. Það var hins vegar metið þannig að það væri betra fyrir hana að fara ekki með einkaflugvélinni og fara frekar ein.

Þegar liðin lentu í Bandaríkjunum fóru þau í sitt hvora áttina. Hótelin sem gist var á voru sambærileg, en það kom leikmönnum kvennaliðsins á óvart þegar þeim var tilkynnt að þær færu í rútu frá Boston til New York, á meðan leikmenn karlaliðsins fóru með einkaflugi. Um átta klukkutíma rútuferðalag var að ræða.

„Flestir leikmenn í kvennaboltanum búast ekki við að fá jafmikið borgað og leikmenn í karlaboltanum, þær skilja ástæðurnar fyrir því. En það á samt að ætlast til þess að komið sé fram við þær sem manneskjur og leikmenn á sama hátt," sagði einn heimildarmaður við The Athletic.

Æfingaferðin var heilt yfir ekki góð fyrir kvennaliðið sem spilaði við slaka andstæðinga - því úrvalsdeildin í Bandaríkjunum var í fullum gangi - og gátu þær lítið æft.

Líkamlegt ástand leikmanna var slæmt eftir ferðina og ekki hjálpaði það að það væri enginn styrktarþjálfari til staðar fyrstu mánuði tímabilsins. Síðasti styrktarþjálfari hvarf á braut og leikmenn voru lengi án leiðbeininga því það tók langan tíma að ráða nýjan aðila í fullt starf.

Vicky Jepson tók við Liverpool árið 2018 af Neil Redfearn sem hætti eftir að hafa stýrt Liverpool-liðinu í aðeins tveimur keppnisleikjum. Redfearn var lofað að Liverpool myndi berjast við Chelsea og Arsenal, en sá fljótt að það var ekki að fara að gerast. Íbúðir sem leikmenn liðsins fengu á vegum félagsins voru hræðilegar, rottugangur var í sumum þeirra og í sumum lak úr loftinu. Það var að minnsta kosti einn leikmaður sem keyrði heim til sín oft í viku vegna þess að hún gat ekki búið þarna.

Redfearn sá sig ekki knúinn til þess að stýra Liverpool og hans tilfinning, að sögn heimildarmanns The Athletic, var sú að Liverpool var alveg sama um kvennalið sitt. Liverpool hefur nú bætt úr málinu hvað varðar húsnæði leikmanna og búa leikmenn núna í nýjum íbúðum tíu mínútum frá miðbæ Liverpool.

Shephard heldur áfram í grein sinni og nefnir ýmis vandamál: reynsluleysi núverandi þjálfarateymis, það hvernig er komið fram við meidda leikmenn og þá segir hún að kvennafótbolti í heild sinni verði að huga betur að andlegri heilsu leikmanna sem flytja frá fjölskyldu og vinum til að eltra drauminn.

Sumir telja að það eigi ekki að taka Liverpool eitt út fyrir sviga. Paul Garrity hjálpaði Liverpool við að búa til liðið sem vann ensku úrvalsdeildina 2013 og 2014. Hann segir: „Það sem við gerðum hjá Liverpool breytti deildinni. Síðan þá hefur ekki nægilega mikið breyst. Hversu mörg lið deildarinnar skila hagnaði? Engin þeirra. Þau eru styrkt af karlaliðunum. Það virðist vera þannig í augnablikinu, sérstaklega í tilviki Liverpool, að það eigi að henda í pening í liðið bara út af því að karaliðið er að ná árangri."

„Mín spurning er sú: Hvað er leikurinn og allir innan leiksins - sjónvarspfyrirtæki, dagblöð, allir - að gera til þess að hjálpa íþróttinni að standa undir sér sjálfri."

Að lokum skrifar Shephard um æfingasvæðið. Liverpool er að byggja nýtt og stórkostlegt æfingasvæði þar sem allt mögulegt verður til staðar - fyrir karlaliðið. Kvennalið Liverpool notar aðstöðu hjá Tranmere Rovers, sem er í C-deild karla, til æfinga og leikja. Vellirnir sem Liverpool æfir og spilar á eru hins vegar ekki góðir, eins og áhorfendur sáu í leik Tranmere gegn Manchester United í FA-bikarnum á þessu ári.

„Þær eru í rauninni kvennalið Tranmere, þær spila á velli Tranmere og æfa hjá Tranmere," segir einn leikmaður úr öðru félagi. „Tranmere hugsar miklu meira um þær en Liverpool, sem er ekki rétt þegar þú skoðar félögin tvö."

Í úrvalsdeild kvenna á Englandi æfa stærstu liðin Arsenal, Chelsea og Manchester City á sama svæði og karlalið félagana, en ekki er búið að gefa það upp að kvennalið Liverpool fái aðgang að glæsilega æfingasvæðinu sem senn verður tekið í notkun. Það er ekkert sem bendir til þess. The Athletic segir þó frá því að verið sé að ræða framtíðarplön kvennaliðs Liverpool hjá hæstráðendum félagsins og allir möguleikar séu opnir.

Liverpool kveðst vera að fjárfesta meira í kvennaliðinu og núna sé markmiðið að þróa eigin leikmenn í gegnum akademíuna. Áhorfendatölur á leiki liðsins eru lágar og ljóst er að það er hægt að spýta í á mörgum sviðum. Laun hjá leikmönnum Liverpool eru lág og samkvæmt einum umboðsmanni eru þau lægri en hjá Tottenham, sem komst upp í ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili. Það fólk sem var hins vegar rætt við fyrir greinina telur að launin sé ekki það sem skiptir mestu máli. Liverpool er það stórt félag að margir leikmenn séu tilbúnir að horfa fram hjá laununum bara til að klæðast rauðu treyjunni, þ.e.a.s. ef þeim myndi líða eins og mikilvægum hluta af félaginu.

Þegar markvörðurinn Siobhan Chamberlain yfirgaf Liverpool fyrir nýstofnað lið Manchester United árið 2018 útskýrði hún ákvörðunina þannig að hún þyrfti umhverfi þar sem reynt yrði á hana á hverjum degi og að hún þyrfti að njóta fótbolta aftur. Einnig minntist hún á það að hún vildi vita að hún væri hluti af verkefni sem væri að gera eins mikið og hægt væri til að þróa kvennaboltann. Fyrir hana var það ekki Liverpool.

Shephard endar grein sína á því að skrifa: „Frasinn tvö lið, eitt félag er næstum því eins vandræðalegt og rándýra æfingasvæðið þar sem pláss er fyrir tennis og strandblak, en enga kvenkyns fótboltamenn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner