Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. apríl 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Valverde: Messi sér möguleikana betur en þjálfarinn
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, sem var rekinn úr þjálfarastöðu Barcelona í febrúar, var í viðtali hjá spænska miðlinum Marca og talaði þar um samband sitt við Lionel Messi.

Valverde var oft gagnrýndur fyrir að byggja leikstíl Barca eingöngu í kringum Messi án þess að hafa plan B.

„Það er ekki hægt að bera Messi saman við neinn, það er mjög erfitt að lýsa honum sem leikmanni eftir að hafa fylgst með honum á æfingum, þar sem hann gerir hluti sem maður hefur aldrei séð áður," sagði Valverde.

„Á hliðarlínunni hugsar maður mikið um besta möguleikann. Málið með Messi er að hann sér möguleikana mikið betur en þú. Það er mjög auðvelt þjálfa Messi því hann sýnir mikla virðingu, hefur gífurlegan metnað og setur mikla ábyrgð á sjálfan sig.

„Þessi orka smitar frá sér og liðsfélagarnir verða betri fyrir vikið. Það er stórkostlegt að fylgjast með honum spila fótbolta."


Tito Vilanova og Pep Guardiola, fyrrum þjálfarar Barca, hafa sagt svipaða hluti um Messi.

„Messi er eins og nemandi sem mætir í tíma en byrjar að leiðast því hann veit allt sem kennarinn er að reyna að útskýra," sagði Guardiola um sinn fyrrum lærisvein.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner