Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. apríl 2020 10:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Woodward býst ekki við neinum risakaupum
Ed Woodward.
Ed Woodward.
Mynd: Getty Images
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, varar við því að það verði mögulega ekki allt eins og það er venjulega í næsta félagaskiptaglugga vegna kórónuveirufaraldursins.

Lítill sem enginn fótbolti er spilaður og óvíst er hvort að hægt verði að klára ensku úrvalsdeildina, sem og aðrar deildir í Evrópu.

Heimsfaraldurinn kemur til með að hafa fjárhagsleg áhrif á knattspyrnufélög.

Slúðrað hefur verið um að Manchester United gæti varið 200 milljónum punda í Harry Kane eða 130 milljónum punda í Jadon Sancho. Woodward segir: „Árangur liðsins er í forgangi hjá okkur, en við verðum að sjá fyrst hversu mikil áhrifin verða, þar á meðal tímasetning félagaskiptaglugga og víðtækari fjárhagslega mynd, áður en við getum talað um að snúa aftur í eðlilegt horf."

„Á þeim grundvelli get ég ekki komist fram hjá því að líða eins og að sögusagnir um félagskipti leikmanna fyrir hundraðir milljóna punda í sumar líti fram hjá raunveruleikanum sem blasir við íþróttinni."

„Það eru allir að glíma við efnahagsleg áhrif faraldursins og það er ekkert öðruvísi hvað það varðar fyrir okkur. Því lengur sem krísan er í gangi því stærri verða áhrifin fyrir félög, þar á meðal okkur. Það er mikilvægt að taka það fram að árangursrík viðskipti hafa gert okkur kleift að uppfylla samfélagslegar skyldur okkar."

Manchester United undir stjórn Glazer fjölskyldunnar og Woodward hefur oft verið gagnrýnt fyrir að vera meira fyrirtæki heldur en fótboltafélag. Woodward segir núna að góð viðskipti utan vallar hjálpi félaginu gríðarlega, en United er ekki að lækka laun eða að nota ríkisaðstoð eins og mörg önnur félög í ensku úrvalsdeildinni.'

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner