Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. apríl 2020 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ziyech: Gildir markatalan ekkert núna?
Hakim Ziyech.
Hakim Ziyech.
Mynd: Getty Images
Hakim Ziyech, leikmaður Ajax, segir það „kjaftæði" að AZ Alkmaar hafi átt titilinn í Hollandi meira skilið en Ajax.

Hollendingar hafa aflýst tímabilinu hjá sér án þess að krýna meistara og án þess að lið falli.

Ajax og AZ voru jöfn á toppnum, en Ajax var fyrir ofan markatölu. Þó héldu hafa einhverjir haldið því fram að AZ hafi átt titilinn skilið fyrir að vinna Ajax tvisvar á þessari leiktíð. Það fer í taugarnar á Ziyech að því virðist vera.

„Hvaða kjaftæði er þetta sem ég hef verið að heyra?" sagði Ziyech við AD. „Við erum á toppnum. Gildir markatalan ekkert núna?"

„Auðvitað hefði ég viljað vinna titilinn inn á vellinum, en ef þú þarft að velja einhvern meistara þá er það Ajax."

Albert Guðmundsson er leikmaður AZ, en hann hefur lítið getað beitt sér á þessu tímabili vegna meiðsla.

Ziyech er á sínu síðasta tímabili hjá Ajax því þessi 27 ára gamli leikmaður er á leið til Englands þar sem hann gengur í raðir Chelsea. Þrátt fyrir óvissu vegna kórónuveirunnar þá býst Ziyech við því að gerast leikmaður Chelsea þann 1. júlí næstkomandi eins og áætlað var.
Athugasemdir
banner
banner
banner