Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. maí 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bróðir Dybala að rugla í fjölmiðlum
Ekki á förum frá Juventus
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala, framherji Juventus, segist ekki vera á förum frá Ítalíu meisturunum. Gustavo Dybala, bróðir Paulo, sagði í síðustu viku að framherjinn vildi á burt og voru Inter Milan og Man Utd sögð hafa áhuga á Paulo.

Paulo segir að hann sjálfur hafi talað við yfirmenn Juventus og hans vilji sé að vera áfram hjá félaginu, sama hver tekur við af Max Allegri, fráfarandi stjóra félagsins.

„Þetta voru orð Gustavo, ég talaði sjálfur við félagið og þeir vita hvar hugur minn liggur," sagði Paulo Dybala.

„Ég vil vera áfram hjá Juve og mér líður vel hér. Það er augljóst að félagið verður sjálft að ákveða sig og nýr stjóri tekur sínar ákvarðanir en ég vil vera hér áfram."

Dybala, sem er 25 ára, er samningsbundinn Juventus út tímabilið 2021-22.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner