Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. maí 2019 15:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið HK og Grindavíkur: Sama lið þriðja leikinn í röð
Af hverju að breyta þegar vel gengur? Grindavík er með sama byrjunarlið þriðja leikinn í röð.
Af hverju að breyta þegar vel gengur? Grindavík er með sama byrjunarlið þriðja leikinn í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Pétursson byrjar hjá HK.
Kári Pétursson byrjar hjá HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 16:00 hefst leikur HK og Grindavíkur í Pepsi Max-deildinni. Þetta er fyrsti leikurinn í sjöttu umferð deildarinnar.

HK er í tíunda sæti með fjögur stig á meðan Grindavík er í sjötta sæti með átta stig. Grindavík hefur unnið tvo leiki í röð og spurning hvort þriðji sigurleikurinn komi í dag.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.

HK gerir tvær breytingar frá tapinu gegn KR í síðustu umferð. Atli Arnarson og Kári Pétursson koma inn í byrjunarliðið fyrir Mána Austmann Hilmarsson og Ólaf Örn Eyjólfsson.

Túfa, þjálfari Grindavíkur, heldur í sama byrjunarlið og hefur spilað síðustu tvo leiki. Sigurjón Rúnarsson er enn utan hóps eftir að hafa fengið höfuðhögg í Vestmannaeyjum fyrir tveimur vikum.

Sjá einnig:
Sigurjón Rúnars: Virkilega feginn að ekki fór verr

Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
3. Hörður Árnason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Ásgeir Marteinsson
9. Brynjar Jónasson
16. Emil Atlason
17. Kári Pétursson
18. Atli Arnarson
24. Björn Berg Bryde

Byrjunarlið Grindavíkur:
24. Vladan Djogatovic (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Vladimir Tufegdzic
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
10. Alexander Veigar Þórarinsson
11. Elias Tamburini
13. Marc Mcausland
21. Marinó Axel Helgason
22. René Joensen
23. Aron Jóhannsson
30. Josip Zeba

Beinar textalýsingar:
16:00 HK - Grindavík
16:30 KA - ÍBV
18:00 Víkingur R. - KR
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner