Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. maí 2019 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Ingvar spilar um sæti í efstu deild
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ingvar Jónsson og félagar hans í Viborg munu leika í umspili um sæti í dönsku úrvalsdeildinni.

Viborg vann öruggan 4-0 sigur gegn Fremad Ama­ger í lokaumferð dönsku B-deildarinnar í dag. Ingvar stóð á milli stanganna hjá Viborg í leiknum.

Viborg hafnar í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Silkeborg. Viborg fer því í umspil og mætir þar Hobro í tveggja leikja einvígi um sæti í dönsku úrvalsdeildinni.

Frederik Schram var á varamannabekknum hjá Roskilde sem tapaði 3-1 á útivelli gegn HB Køge. Roskilde endar í níunda sæti deildarinnar og verður áfram í B-deildinni.

Frederik mun yfirgefa Roskilde í sumar eftir þrjú ár hjá félaginu.

Frederik Schram er 24 ára og á fimm A-landsleiki fyrir Ísland. Hann var í landsliðshópnum sem fór á HM í Rússlandi á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner