lau 25. maí 2019 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fekir má yfirgefa Lyon í sumar
Nabil Fekir.
Nabil Fekir.
Mynd: Getty Images
Nabil Fekir má yfirgefa franska félagið Lyon í sumar. Þetta segir Jean-Michel Aulas, forseti Lyon.

Hinn 25 ára gamli Fekir virtist vera á leið til Liverpool síðasta sumar en á endanum slitnaði upp úr í viðræðum á milli félaganna.

Talað var um að hann hefði farið í læknisskoðun og skrifað undir samning hjá Liverpool. Hann varð hins vegar ekki leikmaður Liverpool, eins og glöggir aðilar hafa tekið eftir.

Liverpool Echo greindi frá því að Liverpool hefði hætt við Fekir eftir læknisskoðunina. Liverpool hafði áhyggjur af hnévandamálum hans.

Sjá einnig:
Kennir seinagangi í Liverpool um hvernig fór með Fekir

Samningur Fekir við Lyon rennur út næsta sumar og ætlar félagið sér að selja hann í sumar.

„Ég vil þakka Nabil fyrir það sem hann hefur gefið félaginu, en við höfum ákveðið að leyfa honum að fara," sagði Aulas eftir 3-2 sigur Lyon í Nimes í frönsku úrvalsdeildinni í gær.

Nú er bara að bíða og sjá hvort Liverpool reyni aftur við hann.

Á þessu tímabili lék Fekir 39 leiki í öllum keppnum og skoraði 12 mörk. Hann leikur annað hvort sem sóknarmiðjumaður eða framherji.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner