Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 25. maí 2019 12:00
Oddur Stefánsson
Heimild: Premier League 
Greiðslur ensku félaganna
Mynd: Getty Images
Nú þegar enska deildin er búin er búið að opinbera hvað hver klúbbur fékk fyrir tímabilið í deildinni.

Á myndinni að neðan má sjá Excel skjal þar sem má sjá hvað hver og einn klúbbur fékk í greiðslur á tímabilinu.

Greiðslurnar skiptast þannig að 50% er skipt jafnt milli allra liða, 25% skipt eftir því hversu oft liðin voru í beinni útsendingu í Bretlandi og 25% skiptist eftir stöðu í deildinni. Síðan fara alþjóðlegar sjónvarpstekjur jaft á milli liða eins og auglýsingartekjur.

Manchester City fékk tæpar 151,000,000 milljónir punda í heildar greiðslur sem er aðeins minna en Liverpool fékk sem var tæplega 152,500,000 milljónir punda.

Arsenal fékk minnst af efstu sex liðum deildarinnar. Huddersfield fékk rúmar 96,500,000 milljónir punda fyrir sína þátttöku í deildinni.

Í heildina fengu ensku klúbbarnir um 2,45 milljarða punda.

Talið er að ensku klúbbarnir borgi árlega 3,3 milljarða punda í skatta og skapi um 100,000 störf.
Athugasemdir
banner
banner
banner