lau 25. maí 2019 20:43
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Bologna sigraði Napoli
Mynd: Getty Images
Gengi Bologna hefur verið stórkostlegt frá komu Sinisa Mihajlovic og tókst liðinu að leggja stórlið Napoli að velli fyrr í kvöld.

Bologna var þegar búið að bjarga sér fráf alli og Napoli öruggt með 2. sæti deildarinnar og því var aðeins verið að spila upp á stoltið.

Federico Santander og Blerim Dzemaili skoruðu fyrstu mörk leiksins með stuttu millibili rétt fyrir leikhlé.

Bakvörðurinn Faouzi Ghoulam minnkaði muninn áður en Dries Mertens jafnaði. Napoli sótti mikið á lokakaflanum en á endanum voru það heimamenn sem stálu sigrinum.

Santander gerði sigurmarkið á 88. mínútu og skoraði hann því tvennu í kvöld.

Fallin lið Frosinone og Chievo gerðu þá markalaust jafntefli.

Bologna 3 - 2 Napoli
1-0 Federico Santander ('43)
2-0 Blerim Dzemaili ('45)
2-1 Faouzi Ghoulam ('57)
2-2 Dries Mertens ('77)
3-2 Federico Santander ('88)

Frosinone 0 - 0 Chievo
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner