Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. maí 2019 09:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kovac: Leipzig erfiðasti andstæðingurinn
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen tekur í kvöld á móti RB Leipzig í úrslitaleik þýska DFB bikarsins.

Bayern Munchen tryggði sér um síðustu helgi sigur í Bundesliga og getur með sigri í kvöld unnið tvennuna í Þýskalandi í tólfta skiptið í sögunni.

„Við höfum sýnt framfarir þegar liðið hefur á veturinn og við erum glaðir að vera komnir í úrslit," sagði Niko Kovac, stjóri Bayern, fyrir leikinn í kvöld.

RB Leipzig var stofnað árið 2009 og er í fyrsta skiptið komið í úrslitaleik bikarkeppninnar. Liðið náði öðru sæti deildarinnar árið 2017 og endaði í þriðja sæti á þessari leiktíð.

Ralf Rangnick, stjóri RB Leipzig, var með Kovac á blaðamannafundinum og sagði hann að félagið væri alltaf að stefna að því að komast nær bæði Dortmund og Bayern.

Kovac svaraði Ragnick í kjölfarið: „Svar mitt við þessu frá Ralf er að Leipzig er erfiðasti mögulegi andstæðingur okkar á þessu stigi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner