Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. maí 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lampard hunsar orðróma tengda Chelsea
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Derby, er fullkomlega einbeittur á leik Derby á Aston Villa sem fram fer á mánudaginn. Þá fer fram úrslitaleikur umspilsins um hvaða lið fer sem þriðja liðið úr ensku Championship deildinni upp í úrvalsdeildina.

Sá leikur er úrslitaleikur um það hvort liðið fer upp í ensku úrvalsdeildina. Gífurlega mikið er í húfi, bæði að fá að spila í úrvalsdeildinni sem og fjárhæðirnar sem í boði eru fyrir sjónvarpssamninga í úrvalsdeildinni.

Frank Lampard er goðsögn á Stamford Bridge. Elskaður af stuðningsmönnum Chelsea og skoraði aragrúa af mörkum fyrir félagið sem miðjumaður.

Mel Morris, eigandi Derby, segir eðlilegt að Lampard sé orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea. Morris segir einnig að mjög líklegt sé að Lampard muni stýra Chelsea í framtíðinni.

Núna sé Lampard þó einbeittur að starfi sínu hjá Derby þar sem hann hefur gert frábæra hluti.

Derby getur með sigri á mánudaginn komist aftur upp í úrvalsdeildina eftir ellefu ára fjarveru.
Athugasemdir
banner
banner
banner