Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. maí 2019 13:30
Oddur Stefánsson
Heimild: Sky Sports 
Manchester City vongott um að semja við Sane
Mynd: Getty Images
City ætlar að reyna hefja viðræður við fulltrúa Leroy Sane á næstu dögum, greinir Sky Sports frá.

Þýski vængmaðurinn er með tvö ár eftir að samningnum sínum hjá ensku meisturunum en hann hefur vakið mikinn áhuga hjá Bayern München.

City vonar að hægt verði að ná samkomulagi við leikmanninn í viðræðunum.

Sane var góður á þessu tímabili þar sem hann skoraði 10 mörk og lagði upp 10 í ensku úrvalsdeildinni.

Mikið hefur verið rætt um hvort að óánægja sé á milli Pep Guardiola, stjóra City, og Sane þar sem Þjóðverjinn hefur þurft að sitja nokkuð á bekknum.

Það verður spennandi að sjá hvað Þjóðverjinn ungi gerir í félagsskiptaglugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner