Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. maí 2019 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: KA skipti um gír á lokakaflanum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA 2 - 0 ÍBV
1-0 Daníel Hafsteinsson ('76)
2-0 Nökkvi Þeyr Þórisson ('80)
2-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('83, misnotað víti)

ÍBV er enn að leita að sínum fyrsta sigra á deildartímabilinu eftir 2-0 tap gegn KA á Akureyri í dag.

Heimamenn í KA voru betri í fyrri hálfleik en vörn Eyjamanna hélt vel. Jonathan Glenn, sóknarmaður ÍBV, fékk besta færi hálfleiksins en átti arfaslakt skot með vinstri.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en þegar 20 mínútur voru eftir skiptu heimamenn um gír. Þeir fengu tvö góð færi á tveimur mínútum áður en Daníel Hafsteinsson skoraði skömmu síðar.

Daníel skoraði eftir laglegan undirbúning frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni og Hallgrími Má Steingrímssyni. Nökkvi Þeyr Þórisson tvöfaldaði svo forystuna eftir frábæra stoðsendingu frá Daníeli.

Heimamenn reyndu að bæta fleiri mörkum við og fengu vítaspyrnu sem Hallgrímur Már lét verja frá sér. Leikurinn róaðist niður í kjölfarið og lokatölur 2-0.

KA er með níu stig eftir sex umferðir á meðan ÍBV situr á botninum með tvö stig og -10 í markatölu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner