Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 25. maí 2019 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svava Rós spáir í 5. umferð Pepsi Max-kvenna
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava telur að Þór/KA vinni góðan útisigur í Keflavík.
Svava telur að Þór/KA vinni góðan útisigur í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Blandon, þjálfari Þrótts Vogum í 2. deild karla, var með fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Fimmta umferð deildarinnar hefst á morgun og fékk Fótbolti.net Svövu Rós Guðmundsdóttur, landsliðskonu sem leikur með Kristianstad í Svíþjóð, til þess að spá í umferðina sem framundan er.

Keflavík 0 - 3 Þór/KA (16:00 á morgun)
Eftir lélegan leik í síðustu umferð munu Þór/KA stelpur mæta tvíefldar til leiks. Ég spái því að þetta verði öruggur sigur hjá Þór/KA sem ætlar sér að vera í toppbaráttunni í sumar.

ÍBV 2 - 1 Stjarnan (18:00 á mánudagskvöld)
Eftir dapra byrjun hjá Eyjastúlkum tel ég að nú sé tímapunkturinn sem þær snúa taflinu við. Sísí og Cloé munu sína gæðin sem þær hafa yfir að búa og reynsla þeirra mun spila stórt hlutverk í baráttusigri þeirra.

Valur 2 - 0 Selfoss (19:15 á mánudagskvöld)
Þessi leikur verður jafn frá fyrstu mínútu þar sem ég sé Selfoss alveg geta strítt stóru liðunum, jafnvel tekið stig af þeim. Ég tel þó að reynsla Vals liðsins muni klára þennan leik og að Elín Metta sigli inn sigrinum í lok seinni hálfleiks.

Fylkir 2 - 0 HK/Víkingur (19:15 á mánudagskvöld)
Fylkir býr yfir mun betri gæðum en þær sýndu í síðasta leik gegn Stjörnunni. Þær munu mæta vel mótíveraðar og hungraðar í leikinn.

Breiðablik 3 - 0 KR (19:15 á þriðjudagskvöld)
Ég sé KR-inga ekki vera mikla fyrirstöðu fyrir mjög hæfileikaríkt lið Breiðabliks. Bæði lið tóku þrjú stig í síðustu umferð. Breiðablik yfirspilaði þó mun sterkari andstæðing fyrir norðan. Breiðablik mun ekki tapa mörgum stigum í sumar og sé ég þær ekki fara misstíga sig núna.

Sjá einnig:
Hörður Snævar Jónssn (5 réttir)
Bjarni Helgason (4 réttir)
Úlfur Blandon (4 réttir)
Sandra María Jessen (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner