lau 25. maí 2019 22:13
Ívan Guðjón Baldursson
Times: Eigendur PSG í viðræðum um kaup á Leeds
Mynd: Getty Images
Times greinir frá því að eigendur Paris Saint-Germain séu í viðræðum um kaup á Leeds United.

Qatar Sports Investments heitir fyrirtækið og hefur opinberan stuðning frá ríkisstjórn Katar. Andrea Radrizzani, ítalskur eigandi Leeds, er reiðubúinn til að selja félagið fyrir rétta upphæð.

Leeds komst ekki upp úr Championship deildinni í vor en stefnir upp í efstu deild sem fyrst. Það yrði fyrsta félagið í sögu enska boltans til að vera í eigu Katar.

Leeds á sér ríka sögu og fjölda af hliðhollum stuðningsmönnum, það er helsta aðdráttaraflið fyrir nýja eigendur. Félagið hefur skipt þrisvar um eigendur á síðustu átta árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner