Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. maí 2020 09:00
Elvar Geir Magnússon
Bruno bætti hraða sinn í útgöngubanninu
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, komst að því þegar hann mætti aftur á æfingasvæðið að hraðatölur sínar væru orðnar betri eftir útgöngubannið sem sett var á vegna faraldursins.

Portúgalinn náði með einhverjum hætti að bæta hraða sinn og segir í viðtali við heimasíðu United að ung dóttir sín, hin þriggja ára Matilde, eigi hluta af heiðrinum.


„Útgöngubannið reynir meira á sálræna þáttinn en líkamlega. Ef þú fylgir æfingaprógramminu þá ertu í góðum málum. Ég var með fjölskyldu mína hjá mér svo andlegi þátturinn var líka góður. Ég eyddi tímanum með fjölskyldu minni og var mikið með dóttur minni," segir Fernandes.

„Hún er sjálf með svo mikla orku að það er erfitt að fylgja henni, hún er orkumeiri en ég! Maður lék sér mikið með henni og gerði mismunandi hluti."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner