Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
PSG fundar með Zidane - Fær 25 milljónir evra í árslaun
Zinedine Zidane
Zinedine Zidane
Mynd: Getty Images
Franska félagið Paris Saint-Germain er stórhuga fyrir næsta tímabil en fyrsta á dagskrá er að ganga frá ráðningu á nýjum þjálfara.

Argentínski þjálfarinn Mauricio Pochettino verður látinn fara í næstu viku en Nasser Al-Khelaifi, forseti félagsins, mun tilkynna nokkrar breytingar í næstu viku.

PSG framlengdi við Kylian Mbappe á dögunum og gerði hann þriggja ára samning. Hann fær meiri völd innan félagsins og mun fá atkvæði þegar það kemur að því að fá nýja leikmenn, þjálfara og yfirmann íþróttamála.

Luis Campos mun taka við sem yfirmaður íþróttamála en Mbappe vann með honum hjá Mónakó. Ósk Mbappe var þá að fá Zinedine Zidane til að taka við keflinu af Pochettino.

PSG mun næstu daga halda viðræður við Zidane en félagið er reiðubúið að bjóða honum 25 milljónir evra í árslaun.

Zidane er ekki alveg sannfærður en frönsku blöðin segja að hann sé að bíða eftir því að Didier Deschamps hætti með franska landsliðið. Samningur hans rennur út eftir HM í Katar og eru líkur á því að það verði síðasta mótið sem hann stýrir liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner